|
á endalausu ferðalagi...
|
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
|
Gleðileg jól allir með tölu!! Svona í tilefni jólanna þá ætla ég að skrifa með grænu! Við erum búin að hafa það rosalega fínt um jólin. Það hefði mátt vera pínu jólalegra hér í Odense, en við gerðum það sem við gátum til að gera þetta eins jólalegt og hægt var. Gústi keypti snúru úr fartölvunni í sjónvarpið á Þorláksmessu. Snúrann var að sjálfsögðu prufuð strax og um kvöldið, við horfðum á Kastljósið og hlustuðum líka á jólakveðjurnar á rás 1. Svo var náttúrlega hlustað á aftansöng í Dómkirkjunni á meðan hamborgararhryggurinn var borðaður. Núna er stemmt að því að reyna að horfa á skaupið á gamlárskvöld! Við Hrönn fórum líka í bíltúr á jóladag við vorum að leita af einhverju húsi hér í Odense sem væri með jólaskrauti. Við fundum nú ekki mörg og eftir að hafa heyrt fréttirnar heima þar sem að dönsku tryggingafélögin búast við að borga þvílíka upphæð til fólks sem væri svo óheppið að það hefði verið brotist inn til þeirra, þá kom það okkur Hrönn bara ekki á óvart. Það er alveg hægt að sigta úr þau hús sem enginn er heima í. Það er allt slökkt líka útiljósin!!! Og auðvitað enginn jólaljós. Eftir afslöppunina yfir þessa helstu jóladaga var síðan mánudagurinn notaður til að lesa fyrir prófið sem er 3. jan. Ég tók mér nú samt frí í gær. Það var nefnilega ákveðið að fara til Þýskalands (hluti af þjálfun í talaðri þýsku) og hvað haldið þið! Það er kominn Subway í Flensburg. Frábært við Gústi eigum nú eftir að prufa þann stað! Eftir að hafa lappað um miðbæ Flensburgar í snjókomu var farið í CITTI og verslað eins og 84 cm langan strimil! Núna sit ég og les fyrir próf og það er bara æðislegt veður úti! Sól og þessi snjór sem féll í gær er enn! Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|